Heim

 

 

 

ENABLE – Frumkvöðlastarfsemi minnihlutahópa
NPAD-2018/10038

Þetta verkefni er á vegum Nord Plus verkefnaáætlunarinnar undir flokknum “ Fullorðinsfræðsla”. Verkefni ber heitið “ENABLE” og stendur yfir til loka árs 2020. Forsendur og markmið verkefnis: Í okkar vestrænu samfélögum má gera ráð fyrir því að sífellt fleiri verði að byggja upp eigin atvinnutækifæri og forenda þess er fyrst og fremst gott sjálftraust og öflugt tengslanet. Það er vaxandi samkeppni um hvert starf sem þú þegar er til, fjölmörg störf eru að hverfa og ný verða til, m.a. vegna tæki-, lífstíls og neyslubreytinga. Þessi framtíðarsýn þýðir breytingar og krefst annarra eiginleika og annars undirbúnings. Löng skólaganga og formleg próf eru alls ekki lengur örugg forsenda atvinnu. Í framtíð þarf sveigjanleika, aðferðafræðilega kunnáttu, tækniþekkingu, frumkvæði, gott tengslanet og sjálfstraust til þess að komast af. OECD skýrslur sl ára fjalla talsvert um þessar breytingar og hvað þurfi að gera til þess að takst á við þær. Samkvæmt þeirra niðurstöðum þarf að leggja sérstaka áherslu á frumkvæði og getu til þess að stofna og reka eigin fyrirtæki. Í þessu samhengi er sérstaklega bent á erfiða samkeppnisstöðu hinna ýmsu minnihlutahópa til þess að geta bjargað sér sjálfir í eigin rekstur. OECD tilgreinir sérstaklega hópa eins og ungt fólk (vegna skorts á reynslu ) eldri borgara 55 plús (afar stór hópur sem eru að detta út af vinnumarkaði og virðast hafa litla trú á því að þeir geti stofnað eigið fyrirtæki) fatlaðir (oft vegna ímyndar í samfélagi, lélegt sjálftraust og litið tengslanet) innflytjendur (lélegt tengslanet, tungumálaþekking og skortur á skilingi á innra skipulagi samfélags) konur (aðeins um 30 % kvenna stofna og reka eigin fyrirtæki) Þessu verkefni ENABLE eða FÆR í flestan sjó – er beint að þessum minnihlutahópum þar sem markmiðið er að sýna einstakinga sem eru að gera góða hluti, eru virknir á sínu sviði og tekst vel upp þrátt fyrir að tilheyra umræddum minnihlutahóp. Þetta verður gert með því að safna saman góðum dæmisögum frá hverju þátttökulandi. Við leitum að góðum fyrirmyndum og sýnum þær í sínu daglega umhverfi. Við tökum stutt viðtöl, myndir og myndband. Efnið verður sett á heimsíðu þátttökufyrirtækjanna í hverju land og á opinbera síðu Nord Plus þar sem það er aðgengilegt öllum sem vilja nýta sér efnið til kennslu, þjálfunar og hvatingar.

 08/2018 – 07/2020